Urriðaholtsstræti 44-74

Vistferilsgreining

Vistferilsgreing er aðferðarfræði til að meta staðbundin og hnattræn umhverfisáhrifvöru eða þjónustu yfir líftímann.

Vistferilsgreing (e. Life Cycle Assessment, LCA) er aðferðarfræði til að meta staðbundin og hnattræn umhverfisáhrif vöru eða þjónustu yfir líftímann eða „frá vöggu til grafar“. Tilgangurinn er að meta heildar umhverfisáhrif sem verða til á öllum stigum vistferilsins eða yfiralla virðiskeðjuna, þ.e. vegna öflunar hráefna, framleiðslu, notkunar ogförgunar. Visferilsgreiningar eru eitt besta verkfærið til ákvarðanatöku efbyggja á umhverfisvænar byggingar.

Verkfræðistofan Efla hefur framkvæmt vistferilsgreiningu á raðhúsunum við Urriðaholtsstræti 44-74 með það að markmiði að reikna kolefnisspor (heildarlosun gróðurhúsalofttegunda) vistferils raðhúsanna.

Niðurstöður útreikninganna eru að kolefnisspor raðhúsalengjanna tveggja (16 húseiningar) er 1.259 tonn CO2-ígilda, semsamsvarar um 78,7 tonnum CO2-íg. á hverja húseiningu, eða sem nemur 303 kgCO2-íg./m2 húsnæðis. Til viðmiðunar er kolefnisspor svokallaðs íslensks viðmiðunarhúss sem EFLA reiknaði á árunum 2019-2020 (óútgefið) um 666kg CO2-íg./m2 , eða um 120% hærra en kolefnisspor raðhúsanna við Urriðaholtsstræti44-74.

Hér að neðan má skýrsluna frá Eflu með niðurstöðum vistferilsgreiningarinnar:

No items found.
Bóka skoðun

Settu þig
samband

Takk, við verðum í sambandi
Æi nei, eitthvað fór úrskeiðis …