Urriðaholtsstræti 44-74

Um verkefnið

Vel er hugað að innra skipulagi húsanna, náttúrulegri dagsbirtu, ómtíma innan rýma, loftgæðum og sýnilegu náttúrulegu efnisvali.

Urriðaholtsstræti 44-74

Urriðholtsstræti 44-74 er staðsett í austurhluta Urriðholtshverfisins með víðáttumikið útsýni til allra átta og í mikilli nálægð við leiksvæði, skóla og steinsnar frá víðáttum Heiðmerkur. Raðhúsalengjurnar standa á móti hvor annari með aðkomu og bílastæðum á milli húsa. Raðhúsin standa saman af átta húsum sem mynda sextán húsa samfellu á lóð. Aðkoma að húsunum er um Urriðaholtsstræti um sameiginlega inn- og útkeyrslu, þar sem eru 40 bílastæði,tvö bílastæði tilheyra hverri séreign og 8 gestastæði. Um er að ræða umhverfisvæn og heilnæm hús sem eru sérsniðin að þörfum fjölskyldufólks.

Húsin eru byggð úr krosslímdum timbureiningum í samstarfi við Element ehf. og framleiddar af KLH Massivholz í Austurríki og unnar úr sjálfbærum evrópskum skógum. Einingarnar eru seldar vörumerkinu “KLH® - CLT Spruce SwanEco”. Þetta er í fyrsta skipti sem notast er við Svansvottaðar CLT einingar í byggingu á Íslandi og óhætt er að segja að þetta sé stórt grænt skref í átt til vistvænnar framtíðar.

Allt efnisval er valið með umhverfisáhrif í huga og uppbygging á öllum húsunum miðast við að notuð séu efni sem þurfa lítið viðhald ásamt því að nota krosslímdar timbureiningar til uppbygginga á burðarvirki húsanna sem eru einangruð að utan og klædd með veðurþolinni, viðhaldslítilli klæðningu.

Hvert hús mun að framkvæmdum loknum hljóta norræna Svansmerkið fyrir umhverfisvæna hönnun og efnisval. Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki og strangar kröfur vottunarinnar um lágmörkun umhverfisáhrifa eiga tryggja að Svansmerkt vara sé betri fyrir umhverfið og heilsuna án þess að fórna gæðum.

Vel er hugað að innra skipulagi húsanna, náttúrulegri dagsbirtu, ómtíma innan rýma, loftgæðum og sýnilegu náttúrulegu efnisvali. Reiknað kolefnisfótspor húsanna er það lægsta sem reiknað hefur verið fyrir hús á Íslandi með LCA greiningu eða 303 kg CO2/m2. Húsin eru staðsett á frábærum stað í miðju Urriðaholti, við hlið Urriðaholtsskóla og Miðgarðs þar semfyrirhuguð eru leiksvæði og íþróttavellir fyrir hverfið. Einnig er örstutt í fallegar gönguleiðir í Heiðmörk, golfklúbbinn Odd eða sjálft Urriðavatnið.

Allar íbúðareiningar eru á tveimur hæðum með sérafnot aðgarðsvæði bæði fyrir framan og aftan. Á lóð að framan eru læstir geymsluskúrar fyrir hjól, skíði og annan búnað ásamt því að þar verða öll inntök veitna. Komið er inn um aðalinngang inn í anddyri þar sem er gestasalerni og herbergi ásamt anddyrisskápum, frá anddyri er komið inn í alrými þar sem stigi bindursaman hæðir og þakgluggi veitir birtu niður með vegg og stiga þannig að eldhús,stofa og borðstofa njóta góðs af. Stórir gluggar veita meiri birtu inni í stofu og borðstofu ásamt því að þar er aukinn lofthæð. Einnig er þvottahús á jarðhæðinni gegnt stiga – þar sem greinatöflur og gólfkistur fyrir hita og sjálfstætt loftskiptikerfi verða fyrir hverja séreign. Á annarri hæð er komið inn í hol sem deilir upp fjórum í veruherbergjum ásamt baðherbergi og sjónvarpsholi.

Miðað er við að hver íbúðareining afhendist fullbúin jafntað innan sem utan. Til að tryggja heildaryfirbragð allra húsa á lóðinni verður lóðin og séreignarhlutar hennar fullhannaðir og afhent fullfrágengin með skjólveggjum, sólpöllum og gróðri.

No items found.
Bóka skoðun

Settu þig
samband

Takk, við verðum í sambandi
Æi nei, eitthvað fór úrskeiðis …