Urriðaholtsstræti 44-74

Teymið á bak við verkefnið

Það er fjölbreyttur og reynslumikill hópur einstaklingar sem hefur komið að hönnun og framkvæmd verkefnisins.

BEKA

BEKA er verktakafyrirtæki á sviði byggingaframkvæmda.

BEKA sérhæfir sig í verktöku á fjölbreyttum verkefnum, auk stjórnunar verkefna og hönnunar ásamt almennri framkvæmdaráðgjöf.  BEKA kemur að þróun verkefna, bæði eigin verkefna og fyrir viðskiptavini sína.

www.beka.is

ELEMENT

Element ehf. býður krosslímt timbur frá austurríska framleiðandanum KLH Massivholz GmbH. Element býður upp á heildstæða þjónustu við ráðgjöf, hönnun burðarvirkja, teikningagerð, efnisöflun og uppsetningu burðarvirkja úr krosslímdu timbri.

www.element.is

Starfsmenn Beka og Element , f.v. Benedikt Ingi Tómasson, Ingvar Rafn Gunnarsson, Sverrir Steinn Ingimundarson, Birgir Hrafn Sæmundsson og Karl Sigfússon.

Arkís arkitektar

ARKÍS er framsækin arkitektastofa á sviði byggingarlistar, hönnunar, skipulags og vistvænnar hönnunar. Frá stofnun, árið 1997, hefur ARKÍS starfað bæði innanlands og á alþjóðamarkaði og unnið að fjölbreytilegum verkefnum fyrir einkaaðila og opinberar stofnanir.


ARKÍS starfar eftir þeirri meginhugsun að öll hönnun mannvirkja snúist um að skapa umhverfi og aðstæður sem auka lífsgæði okkar. Þá skuldbindur ARKÍS sig til að stuðla að auknu vægi vistvænnar hönnunar.


Starfsmenn Arkís f.v. Thelma Guðmundsdóttir innanhúsarkitekt, Arnar Þór Jónsson arkitekt og Heimir Freyr Hauksson, byggingarfræðingur.


www.arkis.is

Efla

EFLA verkfræðistofa er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir, sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Starfsfólkið er verðmætasta auðlind EFLU. Hjá fyrirtækinu starfar hæft og reynslumikið fagfólk með yfirgripsmikla þekkingu. Lögð er rík áhersla á nýjungar og þróun. Mikilvægur þáttur í starfsemi EFLU er frelsi starfsmanna til frumkvæðis þar sem hæfileikar þeirra njóta sín til fulls.‍

Heimasíða:

www.efla.is

Liska

Liska is an electrical and lighting design practice with experience spanning over 30 years in both domestic and international projects of various shape, size, and form. The team consists of engineers and lighting designers with a commitment to achieving a design that improves life through interaction with architecture and spaces by maintaining an optimal balance between function, aesthetics and sustainability.

Heimasíða: www.liska.is

No items found.
Bóka skoðun

Settu þig
samband

Takk, við verðum í sambandi
Æi nei, eitthvað fór úrskeiðis …