Urriðaholtsstræti 44-74 er staðsett í austurhluta Urriðholts með víðáttumikið útsýni til allra átta og í mikilli nálægð við leiksvæði, skóla og steinsnar frá víðáttum Heiðmerkur. Urriðaholt er fyrsta hverfið á Íslandi til að fá vistvottun skipulags (BREEAM Communities) sem ætlað er að tryggja lífsgæði og umhverfisvernd með vistvænu skipulagi byggðarinnar. Raðhúsalengjurnar standa á móti hvor annari með aðkomu og bílastæðum á milli húsa. Samtals eru 16 raðhúsaeiningar á lóðinni, i tveimur átta húsa lengjum. Aðkoma að húsunum er um Urriðaholtsstræti um sameiginlega inn- og útkeyrslu, þar sem eru 40 bílastæði, tvö bílastæði tilheyra hverri séreign og 8 gestastæði. Um er að ræða umhverfisvæn og heilnæm hús sem eru sérsniðin að þörfum fjölskyldufólks. Húsin eru byggð úr krosslímdum timbureiningum í samstarfi við Element ehf. sem framleiddar eru af KLH Massivholz í Austurríki , unnar úr sjálfbærum evrópskum skógum. Einingarnar eru seldar undir vörumerkinu “KLH® - CLT Spruce Swan Eco”. Þetta er í fyrsta skipti sem notast er við Svansvottaðar CLT einingar í byggingu á Íslandi.