Kinnargata 44-80

Um verkefnið

Kinnargata 44-80 er staðsett í suð-austurhluta Urriðholtshverfisins með fallegt útsýni yfir Urriðaholtsvatnið.

Húsin verða staðsett steinsnar frá golfvelli golfkúbbsins Odds og víðáttum Heiðmerkur. Um er að ræða alls 19 raðhúsaeiningar sem staðsettar eru í 3 botlöngum, ýmist 3 eða 4 hús saman í lengju. Hver raðhúsaeining er á sérskilgreindri lóð með aðkomu og bílastæði beint af götu. Um er að ræða umhverfisvæn og heilnæm hús sem hönnuð eru með sveigjanleika í huga sem nýtast ætti fjölbreyttum þörfum verðandi íbúa.

Húsin eru byggð úr krosslímdum timbureiningum í samstarfi við Element ehf. og framleiddar af KLH Massivholz í Austurríki og unnar úrsjálfbærum evrópskum skógum. Einingarnar eru seldar vörumerkinu “KLH® - CLTSpruce Swan Eco”.

Allt efnisval er valið með umhverfisáhrif í huga og uppbygging á öllum húsunum miðast við að notuð séu efni sem þurfa lítið viðhald ásamt því að nota krosslímdar timbureiningar til uppbyggingar á burðarvirki húsanna sem eru einangruð að utan og klædd með veðurþolinni, viðhaldslítilliklæðningu.

Hvert hús mun að framkvæmdum loknum hljóta norræna Svansmerkið fyrir umhverfisvæna hönnun og efnisval. Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki og strangar kröfur vottunarinnar um lágmörkun umhverfisáhrifa eiga tryggja að Svansmerkt vara sé betri fyrir umhverfið og heilsuna án þess að fórna gæðum.

Vel er hugað að innra skipulagi húsanna, náttúrulegri dagsbirtu, ómtíma innan rýma, loftgæðum og sýnilegu náttúrulegu efnisvali. Hönnun tekur mið að því að kolefnisfótspor húsanna verði eins lágt og mögulegt er og munu verða framkvæmdir útreikningar á kolefnisspori húsanna með viðurkenndum hætti. Húsin eru staðsett á frábærum stað í sunnanverðu Urriðaholti, skammt frá Urriðaholtsskóla og Miðgarði þar sem fyrirhuguð eru leiksvæði og íþróttavellir fyrir hverfið. Einnig er örstutt í fallegar gönguleiðir í Heiðmörk, golfklúbbinn Odd eða sjálft Urriðavatnið.

Allar íbúðareiningar eru á tveimur hæðum með garðsvæði framan við hús. Komið er inn um aðalinngang inn í anddyri þar sem er gestasalerni og inngangur í þvottahús og fjölnota rými sem mögulegt er að nýta sem sem heild eða skipta upp í tvö rými, geymslu og herbergi.  Frá anddyri er komið inn í opið alrými þar sem eldhús, borðstofa og stofa er í opnu björtu rými með aðgengi út á pall. Aðgengi upp á aðra hæð er úr alrými. Stórir gluggar veita ríkulegri birtu inni í stofu og borðstofu ásamt því að þar er aukinn lofthæð. Á annarri hæð er komið inn í hol sem deilir upp þremur íveru herbergjum ásamt baðherbergi og sjónvarpsholi. Út frá baðherbergi verður aðgengi út á þaksvalir með heitum potti. Einnig verður aðgengi á þaksvalir frá hjónaherbergi.

Miðað er við að hver íbúðareining afhendist fullbúin jafnt að innan sem utan með skjólveggjum, sólpöllum og gróðri.

Þetta verkefni er unnið í samstarfi við Arkís arkitekta og er aðalhönnuður verkefnisins Arnar Þór Jónsson arkitekt.

Fyrirhugað er að framkvæmdir við þetta verkefni hefjist vorið 2021.  Áætluð afhending fyrstu húsa í þessu verkefni er vorið 2022.

No items found.
Bóka skoðun

Settu þig
samband

Takk, við verðum í sambandi
Æi nei, eitthvað fór úrskeiðis …