Vistbyggð ehf.

Hugmyndafræði Vistbyggðar er að vera í fararbroddi í þróun og byggingu á vistvænu íbúðarhúsnæði.

Aðferðarfræði og nálgun varðandi hönnun og byggingu á íbúðarhúsnæði er í mikilli þróun þessi misserin. Aukin áhersla er lögð á sjálfbærahönnun og framkvæmd, sem í megin atriðum gengur út á að lágmarka vistspor húsa yfir skilgreindan líftíma. Þetta er gert með hagkvæmri hönnun, aukinni áherslu á vistvænt efnisval, orkusparandi lausnir er varða einangrun og upphitun ásamt lágmörkun á efnalosun og úrgangi á byggingar og líftíma húsanna.

Við val á verkefnum, hönnuðum og öðrum samstarfsaðilum var leitast eftir að ná sem bestum samhljóm við hugmyndarfræði Vistbyggðar ásamt sameignilegri sýn á almenna fagmennsku og gæði hönnunar og framkvæmdar.

Vistbyggð er virkur aðildarfélagi í félagasamtökunum Grænni byggð (www.graennibyggd.is), sem eru partur af alþjóðlega tenglsanetinu WorldGreen Building Council.  

No items found.
Hafa samband

Settu þig
samband

Takk, við verðum í sambandi
Æi nei, eitthvað fór úrskeiðis …