Vistbyggð ehf.

Heilnæmt húsnæði er húsnæði sem er hannað, byggt og viðhaldið á þann hátt sem stuðlar að góðri heilsu íbúa.

Markmiðið er að hanna og byggja hús sem ekki skapa ógn við heilsu og líðan þeirra sem þar dvelja og búa.

Kjarninn í þróun á heilnæmu íbúðarhúsnæði er að hönnun sé grundvölluð á þörfum íbúa og styðji í sem ríkustum mæli við venjur þeirra og vana í leik og starfi.

Nokkur grunnatriði er mikilvægt að hafa í huga við hönnun á heilnæmu húsnæði:

  • Innra skipulag þarf styðja við þarfir íbúa og skapa góðar aðstæður til félagslegs samneytis sem og næðis.
  • Efnisval þarf að vera náttúrulegt, frítt við skaðleg efni og notendavænt. Hér skipta form, litir og yfirborð miklu máli.
  • Innflæði dagsbirtu í dvalarrými þarf að vera ríkulegt á öllum tímum dagsins.
  • Hljóðvist þarf að vera góð, sérstaklega í opnum rýmum þarf sem margir koma saman.
  • Góð loftun eru nauðsynleg til að tryggja ávalt góð loftgæði fyrir íbúa ásamt því að fyrirbyggja óheilbrigða rakamyndum.

No items found.
Hafa samband

Settu þig
samband

Takk, við verðum í sambandi
Æi nei, eitthvað fór úrskeiðis …